Diese Website verwendet Cookies. Cookies helfen uns bei der Bereitstellung unserer Dienste. Durch die Nutzung unserer Dienste erklären Sie sich damit einverstanden, dass wir Cookies setzen. Bei uns sind Ihre Daten sicher. Wir geben keine Ihrer Analyse- oder Kontaktdaten an Dritte weiter! Weiterführende Informationen erhalten Sie in der Datenschutzerklärung.
GermanWings-hrapið – „Fréttamennska er ekki lengur til“
GermanWings-hrapið – „Fréttamennska er ekki lengur til“
Gott kvöld, ágætu áhorfendur. Þann 24. mars hrapaði Airbus A320 flugvél flugfélagsins GermanWings í frönsku Ölpunum á leið sinni frá Barcelona til Düsseldorf. Allir farþegarnir 150 fórust í vélinnni. Bæði opinberar stofnanir og stjórn Lufthansa urðu ásátt um sjálfsmorðskenningu um leið og mati lauk á hljóðupptökum frá flugvélinni. [Lesa meira]
GermanWings-hrapið – „Fréttamennska er ekki lengur til“ (Viðtal við Christoph Hörstel)
Gott kvöld, ágætu áhorfendur. Þann 24. mars hrapaði Airbus A320 flugvél flugfélagsins GermanWings í frönsku Ölpunum á leið sinni frá Barcelona til Düsseldorf. Allir farþegarnir 150 fórust í vélinnni. Bæði opinberar stofnanir og stjórn Lufthansa urðu ásátt um sjálfsmorðskenningu um leið og mati lauk á hljóðupptökum frá flugvélinni. Þrátt fyrir fjölmargar mótsagir hafa leiðandi fjölmiðlar dreift fréttinni áfram. Fréttaflutningur einskorðast því framvegis fyrst og fremst við aðstoðarflugstjórann sem á að hafa stýrt flugvélinni meðvitað í fjallshlíðina.
Samkvæmt svissnenska ríkisútvarpinu (SRF) á annar svarti kassinn, líka nefndur flugriti, að hafa fundist 2. apríl. Út frá gögnum þessa flugrita á að koma fram að aðstoðaflugstjórinn hafi lækkað flug vélarinnar meðvitað og jafnframt aukið hraða hennar. Samkvæmt SRF þá var þetta niðurstaða frönsku flugrannsóknarnefndarinnar ´Bea´.
Á grundvelli þessara rannsókna kemst SRF að eftirfarandi niðurstöðu: tilvitnun hefst: „Púsl-hlutar rannsóknarinnar á hrapinu raðast betur og betur saman“ og meinar þarmeð púsl sjálfsmorðskenningarinnar. Athygli vekur þó að leiðandi fjölmiðlar eru nánast eingöngu uppteknir að því að finna þau púsluspil sem einblína á aðstoðarflugmanninn sem orsök flugslysins. En hefur það virkilega eitthvað með vandvirka blaðamennsku að gera eins og siðareglur blaðamanna fara fram á? Hér kemur tilvitnun úr 2. grein:
„Skuli efni í orði, mynd eða grafík gert opinbert, ber að rannsaka sannleiksgildi þess eftir fremsta megni og eftir aðstæðum hverju sinni, og forðast við birtingu alla bjögun á sannleikanum.“
Sem svar við þessari spurningu, sýnum við hér í lokin hluta viðtals við þýska blaðamanninn Christop Hörstel. Hér beinist talið að hrapi GermanWings flugvélarinnar. Á árunum 1985-1999 var Christop Hörstel fréttaritari fyrir þýska sjónvarpið ARD og sendi á þessu tímabili meðal annars fréttir frá Afganistan, Pakistan og Kasmír. Óhætt er að segja að hann þekki sitt fag mjög vel. Hvað varðar fréttamennsku í GermanWings-slysinu, sér Hörstel alveg nýtt ástand sem hér hefur skapast sem við verðum að veita athygli – tilvitnun hefst: „Blaðamennska er ekki lengur til, svona einfalt er það“. Hann segir að í besta falli megi segja: „Þeir ljúga allir!“
Hefðbundnir fjölmiðlar veigri sér við að rannsaka almennilega og kynna vísvitandi æ ráðvilltari almenningi mótsagnakenndar sögur. Þessar þverstæður eru látnar óáreittar og þess í stað sameinast maður um eitthvað allt annað, hér sjálfsmorðskenninguna. Hörstel nefnir ýmis dæmi þess hvernig ritstjórnir rannsaki vísvitandi ónákvæmt og illa. Margt sem bæði er óútskýrt og mótsagnakennt var látið óáreitt. Sem dæmi nefnir Hörstel neyðartilkynningu sem franska flugumferðareftirlitinu barst frá flugstjórnarklefa GermanWings vélarinnar mínutum fyrir hrapið. Eftir það birti m.a. „Bild.de“ að ekkert neyðarkall hefði borist. Samkvæmt Hörstel rannsakaði enginn þetta: „hversvegna kom þessi fyrsta tilkynning, afhverju kom önnur tilkynningin og hvað er eiginlega rétt hérna?
Annað dæmi nefnir Hörstel um þrjár franskar herþotur sem voru í nágrenni slysstaðarins en samkvæmt öllum sjónarvottum fljúgi venjulega bara ein vél. Ýmsar tilraunir til þess að útskýra það komust á flakk en samt sem áður er þetta óupplýst. Að lokum kom fólk sér saman um sjálfsmorðskenninguna.
Síðan er mörg önnur dæmi um fréttaflutning varðandi GermanWings málið sem byggja eingöngu á tilgátum. Varla er snert á grundvallandi spurningum og ósamræmi. Þannig birtum við í útsendingu frá 30. feb 2015 hvernig vandamálið um eitrun lofts í flugstjórnarklefanum sé þekkt fyrirbæri og gæti verið möguleg ástæða slyssins.
En heyrið sjálf vitnisburð Christoph Hörstels um endalok blaðamennskunnar í farvatni nýrrar víddar af óábyrgri fréttamennsku sem byggir á tilgátum og teygir sig jafnvel allt yfir í að vera bókstaflega villuleiðandi. Ég óska ykkur góðs kvölds.
Spyrill:
Vertu velkomin í viðtal hjá NuoViso. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem ég tek viðtal við útgefandann og ráðgjafa ríkisstjórnarinnar Christoph Hörstel, þrátt fyrir að einungis þrír mánuðir séu liðnir af þessu ári eru umræðuefnin okkar enn á ný fjölmörg.
Við skulum byrja á nýjasta umfjöllunarefninu: hrapi GermanWings farþegaþotunnar.
Þarf einhverju að bæta við núverandi fjölmiðlaumfjöllun þar sem gengið er út frá því að aðstoðarflugmaðurinn hafi framið sjálfsmorð - eða telst þetta mál upplýst eftir þjá daga?
Hörstel:
Það er heilmörgu við þetta að bæta og ég vill strax koma einu hér að. Í fyrsta skipti í lífi hef ég sagt: Ég játa mig sigraðan gagnvart frétt. Fréttaflutningurinn er svo hörmulegur, það eru svo margir lausir endar og ritstjórnin rannsakar markvisst svo illa og ónákvæmt að afgerandi mótsagnir eru látnar standa óáreittar. Ég ætla að nefna þrjá þætti til þess að sérhver viti að það er ekki nokkur leið að nálgast þessa sögu.
Fyrst er þetta neyðarkall, sem fyrst var afturkallað en síðan ekki afturkallað og enginn rannsakar hversvegna kom þessi fyrsta tilkynning, afhverju kom önnur tilkynning og hvað sé eiginlega rétt hérna?
Síðan koma frönsku orrustuþoturnar þrjár sem voru á svæðinu. Þar sem venjulega, samkvæmt öllum sjónarvottum úr nærliggjandi þorpum, bara ein vél flýgur. Til að byrja með er sagt að þær hafi flýtt sér í loftið vegna neyðarkallsins. Síðan er sagt að þær hafi flýtt sér í loftið vegna þess að vél hafi lækkað flugið of hratt og í lokin er sagt (Rínarpósturinn) að þær gætu ekki hafa haft nægan tíma til að mæta á staðinn eftir einungis 10 mínútna hæðarlækkun, því ekki voru þær í nágrenninu og herflugvöllurinn er langt í burtu og þaðan þurfa herflugvélar 15 mínútur til að komast í loftið. Með öðrum orðum: Óupplýst, ekki hægt að fara neitt lengra með þetta.
Og að lokum, hvað opnun dyranna að flugstjórnaklefanum varðar, þá veit maður enn ekki nákvæmlega hvaða tækjakostur var um borð á þessari GermanWings vél, sem var víst vel yfir 20 ára.
En ef maður heyrir bara: Jú það eru til þessi öryggisbúnaður og svo er önnur tækni og síðan spyr maður sig: En hvernig var eiginlega með þessa vél, þetta flug 4U 9525 – ekki séns, engin rannsakar þetta. Þess í stað hafa allir sammælst undrahratt: Þetta var útvíkkað sjálfsmorð. Og þá er nafnið strax birt. Síðan er þessi hefðbundni hræðsluáróður og fullyrt að hann hafi snúist til Íslam og hvað veit ég ... þetta er svo fáránlegt.
Og þá sagði ég: Nú jæja, ef lygafjölmiðlarnir koma sér undan almennilegri rannsóknarmennsku og kynna síðan fyrir ráðvilltum almenningi vísvitjandi þessa mótsagnakenndu sögu, þá er það besta sem maður getur gert er færa sönnur á það. Blaðamennska, mat á staðreyndum er þannig gert ómögulegt þegar reglan er að skorið er upp með spurningamerkjum. Það er alveg nýtt ástand sem hér hefur hafist og við verðum að horfast í augu við það. Blaðamennska er einfaldlega ekki lengur til, svona einfalt er það!
Áður höfðum við ýmsar hömlur –það höfum áður rætt um það - en að þessu sinni eru þversagnakenndu kenningar látnar standa. Í staðin kemur maður sér saman um eitthvað allt annað. Og hver er við stjórnvölinn? – Yfirvöldin!
Hver fylgist eiginlega með fólkinu sem metur flugritaupptökurnar (hljóðupptökur sem taka upp öll hljóðin o.s.frv.) ? Maður treystir þeim ekki.
Já, að þremur dögum liðnum – eða tveimur dögum ef við erum nákvæm því það er svolítið síðan þetta var – höfum við niðurstöðuna: „líklega sjálfsmorð“ . En hjá MH 17 sem var skotin niður yfir Úkraínu, þá vitum við 9 mánuðum seinna enn ekki neitt og þessvegna er það besta sem við getum sagt: Þau ljúga öll!
Spyrill:
Ef við göngum út frá því að opinbera útgáfan stemmi ekki þá þýðir það að það var eitthvað annað sem gerðist. Án þess að við höldum neinu slíku fram, er það yfirhöfuð hugsanlegt, væri einhver önnur atburðarrás hugsanleg?
Hörstel:
Ég ætla nú ekkert að blanda mér inn í fjarstæðukenndustu getgáturnar sem til eru um einhverskonar geislavopn og andskotinn veit hvað. Það er ekki nokkur endi á vangaveltum og til hvers að velta slíku fyrir sér?
Við vitum að þessi ungi maður átti greinilega við sálræn vandamál að stríða. Okkur hefur skilist að fjölmargir aðrir flugmenn hafi slík vandamál. Þeir eru háðir áfengi, háðir lyfjum og hafa fáránlegustu kringumstæður heima hjá sér í einkalífinu. Allskonar svona hlutum er núna velt fyrir sér. Og þetta er sá sem á að hafa gert þetta. Ég trúi því að það þurfi að lappa uppá marga staði eins og víða í fína kerfinu okkar. Og við þetta set ég punkt.
Spyrill:
O.k. gott, á þessum stað set ég líka punkt. Á næstu vikum munum við örugglega kynnast fleiri kenningum (Mögulega, segir Hörstel), líka frá fjölmiðlunum. Við munum fylgjast áfram með þessu máli og vonum einfaldlega að þetta verði þetta ósennilega-einstaka-tilfelli.
hlaða niður
texta útsendingar
24.04.2015 | www.kla.tv/5785
GermanWings-hrapið – „Fréttamennska er ekki lengur til“ (Viðtal við Christoph Hörstel) Gott kvöld, ágætu áhorfendur. Þann 24. mars hrapaði Airbus A320 flugvél flugfélagsins GermanWings í frönsku Ölpunum á leið sinni frá Barcelona til Düsseldorf. Allir farþegarnir 150 fórust í vélinnni. Bæði opinberar stofnanir og stjórn Lufthansa urðu ásátt um sjálfsmorðskenningu um leið og mati lauk á hljóðupptökum frá flugvélinni. Þrátt fyrir fjölmargar mótsagir hafa leiðandi fjölmiðlar dreift fréttinni áfram. Fréttaflutningur einskorðast því framvegis fyrst og fremst við aðstoðarflugstjórann sem á að hafa stýrt flugvélinni meðvitað í fjallshlíðina. Samkvæmt svissnenska ríkisútvarpinu (SRF) á annar svarti kassinn, líka nefndur flugriti, að hafa fundist 2. apríl. Út frá gögnum þessa flugrita á að koma fram að aðstoðaflugstjórinn hafi lækkað flug vélarinnar meðvitað og jafnframt aukið hraða hennar. Samkvæmt SRF þá var þetta niðurstaða frönsku flugrannsóknarnefndarinnar ´Bea´. Á grundvelli þessara rannsókna kemst SRF að eftirfarandi niðurstöðu: tilvitnun hefst: „Púsl-hlutar rannsóknarinnar á hrapinu raðast betur og betur saman“ og meinar þarmeð púsl sjálfsmorðskenningarinnar. Athygli vekur þó að leiðandi fjölmiðlar eru nánast eingöngu uppteknir að því að finna þau púsluspil sem einblína á aðstoðarflugmanninn sem orsök flugslysins. En hefur það virkilega eitthvað með vandvirka blaðamennsku að gera eins og siðareglur blaðamanna fara fram á? Hér kemur tilvitnun úr 2. grein: „Skuli efni í orði, mynd eða grafík gert opinbert, ber að rannsaka sannleiksgildi þess eftir fremsta megni og eftir aðstæðum hverju sinni, og forðast við birtingu alla bjögun á sannleikanum.“ Sem svar við þessari spurningu, sýnum við hér í lokin hluta viðtals við þýska blaðamanninn Christop Hörstel. Hér beinist talið að hrapi GermanWings flugvélarinnar. Á árunum 1985-1999 var Christop Hörstel fréttaritari fyrir þýska sjónvarpið ARD og sendi á þessu tímabili meðal annars fréttir frá Afganistan, Pakistan og Kasmír. Óhætt er að segja að hann þekki sitt fag mjög vel. Hvað varðar fréttamennsku í GermanWings-slysinu, sér Hörstel alveg nýtt ástand sem hér hefur skapast sem við verðum að veita athygli – tilvitnun hefst: „Blaðamennska er ekki lengur til, svona einfalt er það“. Hann segir að í besta falli megi segja: „Þeir ljúga allir!“ Hefðbundnir fjölmiðlar veigri sér við að rannsaka almennilega og kynna vísvitandi æ ráðvilltari almenningi mótsagnakenndar sögur. Þessar þverstæður eru látnar óáreittar og þess í stað sameinast maður um eitthvað allt annað, hér sjálfsmorðskenninguna. Hörstel nefnir ýmis dæmi þess hvernig ritstjórnir rannsaki vísvitandi ónákvæmt og illa. Margt sem bæði er óútskýrt og mótsagnakennt var látið óáreitt. Sem dæmi nefnir Hörstel neyðartilkynningu sem franska flugumferðareftirlitinu barst frá flugstjórnarklefa GermanWings vélarinnar mínutum fyrir hrapið. Eftir það birti m.a. „Bild.de“ að ekkert neyðarkall hefði borist. Samkvæmt Hörstel rannsakaði enginn þetta: „hversvegna kom þessi fyrsta tilkynning, afhverju kom önnur tilkynningin og hvað er eiginlega rétt hérna? Annað dæmi nefnir Hörstel um þrjár franskar herþotur sem voru í nágrenni slysstaðarins en samkvæmt öllum sjónarvottum fljúgi venjulega bara ein vél. Ýmsar tilraunir til þess að útskýra það komust á flakk en samt sem áður er þetta óupplýst. Að lokum kom fólk sér saman um sjálfsmorðskenninguna. Síðan er mörg önnur dæmi um fréttaflutning varðandi GermanWings málið sem byggja eingöngu á tilgátum. Varla er snert á grundvallandi spurningum og ósamræmi. Þannig birtum við í útsendingu frá 30. feb 2015 hvernig vandamálið um eitrun lofts í flugstjórnarklefanum sé þekkt fyrirbæri og gæti verið möguleg ástæða slyssins. En heyrið sjálf vitnisburð Christoph Hörstels um endalok blaðamennskunnar í farvatni nýrrar víddar af óábyrgri fréttamennsku sem byggir á tilgátum og teygir sig jafnvel allt yfir í að vera bókstaflega villuleiðandi. Ég óska ykkur góðs kvölds. Spyrill: Vertu velkomin í viðtal hjá NuoViso. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem ég tek viðtal við útgefandann og ráðgjafa ríkisstjórnarinnar Christoph Hörstel, þrátt fyrir að einungis þrír mánuðir séu liðnir af þessu ári eru umræðuefnin okkar enn á ný fjölmörg. Við skulum byrja á nýjasta umfjöllunarefninu: hrapi GermanWings farþegaþotunnar. Þarf einhverju að bæta við núverandi fjölmiðlaumfjöllun þar sem gengið er út frá því að aðstoðarflugmaðurinn hafi framið sjálfsmorð - eða telst þetta mál upplýst eftir þjá daga? Hörstel: Það er heilmörgu við þetta að bæta og ég vill strax koma einu hér að. Í fyrsta skipti í lífi hef ég sagt: Ég játa mig sigraðan gagnvart frétt. Fréttaflutningurinn er svo hörmulegur, það eru svo margir lausir endar og ritstjórnin rannsakar markvisst svo illa og ónákvæmt að afgerandi mótsagnir eru látnar standa óáreittar. Ég ætla að nefna þrjá þætti til þess að sérhver viti að það er ekki nokkur leið að nálgast þessa sögu. Fyrst er þetta neyðarkall, sem fyrst var afturkallað en síðan ekki afturkallað og enginn rannsakar hversvegna kom þessi fyrsta tilkynning, afhverju kom önnur tilkynning og hvað sé eiginlega rétt hérna? Síðan koma frönsku orrustuþoturnar þrjár sem voru á svæðinu. Þar sem venjulega, samkvæmt öllum sjónarvottum úr nærliggjandi þorpum, bara ein vél flýgur. Til að byrja með er sagt að þær hafi flýtt sér í loftið vegna neyðarkallsins. Síðan er sagt að þær hafi flýtt sér í loftið vegna þess að vél hafi lækkað flugið of hratt og í lokin er sagt (Rínarpósturinn) að þær gætu ekki hafa haft nægan tíma til að mæta á staðinn eftir einungis 10 mínútna hæðarlækkun, því ekki voru þær í nágrenninu og herflugvöllurinn er langt í burtu og þaðan þurfa herflugvélar 15 mínútur til að komast í loftið. Með öðrum orðum: Óupplýst, ekki hægt að fara neitt lengra með þetta. Og að lokum, hvað opnun dyranna að flugstjórnaklefanum varðar, þá veit maður enn ekki nákvæmlega hvaða tækjakostur var um borð á þessari GermanWings vél, sem var víst vel yfir 20 ára. En ef maður heyrir bara: Jú það eru til þessi öryggisbúnaður og svo er önnur tækni og síðan spyr maður sig: En hvernig var eiginlega með þessa vél, þetta flug 4U 9525 – ekki séns, engin rannsakar þetta. Þess í stað hafa allir sammælst undrahratt: Þetta var útvíkkað sjálfsmorð. Og þá er nafnið strax birt. Síðan er þessi hefðbundni hræðsluáróður og fullyrt að hann hafi snúist til Íslam og hvað veit ég ... þetta er svo fáránlegt. Og þá sagði ég: Nú jæja, ef lygafjölmiðlarnir koma sér undan almennilegri rannsóknarmennsku og kynna síðan fyrir ráðvilltum almenningi vísvitjandi þessa mótsagnakenndu sögu, þá er það besta sem maður getur gert er færa sönnur á það. Blaðamennska, mat á staðreyndum er þannig gert ómögulegt þegar reglan er að skorið er upp með spurningamerkjum. Það er alveg nýtt ástand sem hér hefur hafist og við verðum að horfast í augu við það. Blaðamennska er einfaldlega ekki lengur til, svona einfalt er það! Áður höfðum við ýmsar hömlur –það höfum áður rætt um það - en að þessu sinni eru þversagnakenndu kenningar látnar standa. Í staðin kemur maður sér saman um eitthvað allt annað. Og hver er við stjórnvölinn? – Yfirvöldin! Hver fylgist eiginlega með fólkinu sem metur flugritaupptökurnar (hljóðupptökur sem taka upp öll hljóðin o.s.frv.) ? Maður treystir þeim ekki. Já, að þremur dögum liðnum – eða tveimur dögum ef við erum nákvæm því það er svolítið síðan þetta var – höfum við niðurstöðuna: „líklega sjálfsmorð“ . En hjá MH 17 sem var skotin niður yfir Úkraínu, þá vitum við 9 mánuðum seinna enn ekki neitt og þessvegna er það besta sem við getum sagt: Þau ljúga öll! Spyrill: Ef við göngum út frá því að opinbera útgáfan stemmi ekki þá þýðir það að það var eitthvað annað sem gerðist. Án þess að við höldum neinu slíku fram, er það yfirhöfuð hugsanlegt, væri einhver önnur atburðarrás hugsanleg? Hörstel: Ég ætla nú ekkert að blanda mér inn í fjarstæðukenndustu getgáturnar sem til eru um einhverskonar geislavopn og andskotinn veit hvað. Það er ekki nokkur endi á vangaveltum og til hvers að velta slíku fyrir sér? Við vitum að þessi ungi maður átti greinilega við sálræn vandamál að stríða. Okkur hefur skilist að fjölmargir aðrir flugmenn hafi slík vandamál. Þeir eru háðir áfengi, háðir lyfjum og hafa fáránlegustu kringumstæður heima hjá sér í einkalífinu. Allskonar svona hlutum er núna velt fyrir sér. Og þetta er sá sem á að hafa gert þetta. Ég trúi því að það þurfi að lappa uppá marga staði eins og víða í fína kerfinu okkar. Og við þetta set ég punkt. Spyrill: O.k. gott, á þessum stað set ég líka punkt. Á næstu vikum munum við örugglega kynnast fleiri kenningum (Mögulega, segir Hörstel), líka frá fjölmiðlunum. Við munum fylgjast áfram með þessu máli og vonum einfaldlega að þetta verði þetta ósennilega-einstaka-tilfelli.
eftir dd
https://de.wikipedia.org/wiki/Pressekodex#Inhalt_des_Pressekodex
https://www.facebook.com/video.php?v=881250775254717
https://www.youtube.com/watch?v=dSfrZAQvPlU
http://nuoviso.tv/geopolitik-2015-ii-christoph-hoerstel-im-gespraech-mit-frank-hoefer/
http://www.kla.tv/5655