Diese Website verwendet Cookies. Cookies helfen uns bei der Bereitstellung unserer Dienste. Durch die Nutzung unserer Dienste erklären Sie sich damit einverstanden, dass wir Cookies setzen. Bei uns sind Ihre Daten sicher. Wir geben keine Ihrer Analyse- oder Kontaktdaten an Dritte weiter! Weiterführende Informationen erhalten Sie in der Datenschutzerklärung.
Misnotkun tilfinninga hjá stjórnvöldum og fjölmiðlum
Heilarannsóknir hafa sýnt fram á að fólk lætur ekki sannfærast né stýrast af rökum eða staðreyndum heldur fyrst og fremst af sterkum tilfinningum.[Lesa meira]
Misnotkun tilfinninga hjá stjórnvöldum og fjölmiðlum
Heilarannsóknir hafa sýnt fram á að fólk lætur ekki sannfærast né stýrast af rökum eða staðreyndum heldur fyrst og fremst af sterkum tilfinningum.
Hefðbundnir fjölmiðlar og stjórnvöld nota sér - eða öllu heldur „misnota“- þessar staðreyndir í ríkum mæli.
Á þennan máta, svo vitnað sé í eitt af fjölmörgum dæmum, var fyrsta Íraksstríðinu hrundið af stað vegna tilfinningaþrungins vitnisburðar 15 ára stúlku. Tárvot frammi fyrir myndavélum sagðist hún hafa verið sjónavottur þess hvernig írakskir hermenn hefðu í Kúveitísku sjúkrahúsi hrifsað nýburana úr hita-kössunum og látið þá deyja á gólfinu. Seinna kom í ljós að um var að ræða hreinræktaða lygi og áróðurstrikk.
Hrun World Trade Center eða tvíburaturnanna þann 11. sept. 2001, þjónaði svipuðum tilgangi og reyndist vera stökkpallur fyrir viðvarandi „stríð gegn hryðjuverkum“ þar sem búin var til tilfinningahlaðin óvinaímynd úr íslamistum. Hefði ekki verið búið að vinna tilfinningalega skv. vilja valdahafa í bandarísku þjóðinni með fréttaflutningi af þessu tagi - hefði þjóðin örugglega aldrei samþykkt stríðið sem kom í kjölfarið.
Til að knýja fram breytingar, beita stjórnvöld og fjölmiðlar aðferðum áróðurstækninnar, ritskoðunar eða falsfrétta. Þetta staðfestir einnig vísindalega rannsóknarverkefnið „Swiss Propaganda Research“.
Verkefnið skoðar beitingu hnattrænnar áróðurs-pólitíkur í svissneskum og þýskum fjölmiðlum. Á grundvelli rannsókna sinna sýndi rannsóknarteymið fram á hvernig fjölmiðlar beita áróðurstækni hliðhollri USA og NATO.
Dæmi um þetta eru mótmæli sem áttu sér samtímis stað í Rússlandi og Jemen þann 26. mars 2017. Rússnesku mótmælin sem beindust gegn spillingu, nýttu vestrænir fjölmiðlar greinilega til að byggja upp neikvætt almenningsálit á Rússlandi, þrátt fyrir að aðeins 7 - 8000 manns mættu. Aftur á móti minnust vestrænir fjölmiðlar ekkert á mótmælin í Jemen þrátt fyrir að hundruð þúsunda manns mættu í höfuðborgina. Allt þetta fólk mótmælti stríðinu sem Sádí Arabíska hernaðarbandalagið hefur háð í landinu og þeirri hungursneyð sem hefur ríkt í kjölfarið. Árið 2011 söfnuðust 1,5 milljónir manna á götuna til stuðnings við Assad. Þessu bar m.a. sýrlenskur stúdent vitni um frammi fyrir þingflokki CDU/CSU á þýska sambandsþinginu. Stýrandi fjölmiðlar snéru þessari staðreynd upp í andhverfu sína og fullyrtu að hin eina og hálfa milljón sýrlendinga hefðu risið upp GEGN Assad.
Að tilfinningar almennings séu markvisst misnotaðar með úthugsaðri beitingu mynda og tillkynninga, sýnir útsendingin: Stríðskænska „Þjáð börn“.
Vilji maður nú ekki lengur falla í gildru þessarar útsmognu skoðunarmótunar vestrænna fjölmiðla og stjórnmála, þá er um að gera að læra að aðgreina á milli kaldrifjaðrar misnotkunar, oft nánast tilfinningakláms og þessarar innri upplífgandi tilfinningar eða eðlisávísunar.
hlaða niður
texta útsendingar
31.10.2017 | www.kla.tv/11371
Misnotkun tilfinninga hjá stjórnvöldum og fjölmiðlum Heilarannsóknir hafa sýnt fram á að fólk lætur ekki sannfærast né stýrast af rökum eða staðreyndum heldur fyrst og fremst af sterkum tilfinningum. Hefðbundnir fjölmiðlar og stjórnvöld nota sér - eða öllu heldur „misnota“- þessar staðreyndir í ríkum mæli. Á þennan máta, svo vitnað sé í eitt af fjölmörgum dæmum, var fyrsta Íraksstríðinu hrundið af stað vegna tilfinningaþrungins vitnisburðar 15 ára stúlku. Tárvot frammi fyrir myndavélum sagðist hún hafa verið sjónavottur þess hvernig írakskir hermenn hefðu í Kúveitísku sjúkrahúsi hrifsað nýburana úr hita-kössunum og látið þá deyja á gólfinu. Seinna kom í ljós að um var að ræða hreinræktaða lygi og áróðurstrikk. Hrun World Trade Center eða tvíburaturnanna þann 11. sept. 2001, þjónaði svipuðum tilgangi og reyndist vera stökkpallur fyrir viðvarandi „stríð gegn hryðjuverkum“ þar sem búin var til tilfinningahlaðin óvinaímynd úr íslamistum. Hefði ekki verið búið að vinna tilfinningalega skv. vilja valdahafa í bandarísku þjóðinni með fréttaflutningi af þessu tagi - hefði þjóðin örugglega aldrei samþykkt stríðið sem kom í kjölfarið. Til að knýja fram breytingar, beita stjórnvöld og fjölmiðlar aðferðum áróðurstækninnar, ritskoðunar eða falsfrétta. Þetta staðfestir einnig vísindalega rannsóknarverkefnið „Swiss Propaganda Research“. Verkefnið skoðar beitingu hnattrænnar áróðurs-pólitíkur í svissneskum og þýskum fjölmiðlum. Á grundvelli rannsókna sinna sýndi rannsóknarteymið fram á hvernig fjölmiðlar beita áróðurstækni hliðhollri USA og NATO. Dæmi um þetta eru mótmæli sem áttu sér samtímis stað í Rússlandi og Jemen þann 26. mars 2017. Rússnesku mótmælin sem beindust gegn spillingu, nýttu vestrænir fjölmiðlar greinilega til að byggja upp neikvætt almenningsálit á Rússlandi, þrátt fyrir að aðeins 7 - 8000 manns mættu. Aftur á móti minnust vestrænir fjölmiðlar ekkert á mótmælin í Jemen þrátt fyrir að hundruð þúsunda manns mættu í höfuðborgina. Allt þetta fólk mótmælti stríðinu sem Sádí Arabíska hernaðarbandalagið hefur háð í landinu og þeirri hungursneyð sem hefur ríkt í kjölfarið. Árið 2011 söfnuðust 1,5 milljónir manna á götuna til stuðnings við Assad. Þessu bar m.a. sýrlenskur stúdent vitni um frammi fyrir þingflokki CDU/CSU á þýska sambandsþinginu. Stýrandi fjölmiðlar snéru þessari staðreynd upp í andhverfu sína og fullyrtu að hin eina og hálfa milljón sýrlendinga hefðu risið upp GEGN Assad. Að tilfinningar almennings séu markvisst misnotaðar með úthugsaðri beitingu mynda og tillkynninga, sýnir útsendingin: Stríðskænska „Þjáð börn“. Vilji maður nú ekki lengur falla í gildru þessarar útsmognu skoðunarmótunar vestrænna fjölmiðla og stjórnmála, þá er um að gera að læra að aðgreina á milli kaldrifjaðrar misnotkunar, oft nánast tilfinningakláms og þessarar innri upplífgandi tilfinningar eða eðlisávísunar.
eftir mf./ga./sak./ae./gan.
https://deutsch.rt.com/russland/48279-nawalny-opposition-russland-vor-unruhigen/
https://de.sputniknews.com/panorama/20170327315058884-moskau-demo-deutsche-berichterstattung/
https://www.youtube.com/watch?v=3Igrp8-3JzA