Diese Website verwendet Cookies. Cookies helfen uns bei der Bereitstellung unserer Dienste. Durch die Nutzung unserer Dienste erklären Sie sich damit einverstanden, dass wir Cookies setzen. Bei uns sind Ihre Daten sicher. Wir geben keine Ihrer Analyse- oder Kontaktdaten an Dritte weiter! Weiterführende Informationen erhalten Sie in der Datenschutzerklärung.
USA-Rússland : Leikið ykkur ekki framar að eldinum
Þann 17. janúar 2022 fjallaði Ron Paul, hinn þekkti bandaríski stjórnmálamaður, læknir og rithöfundur, um áhættuhegðun bandarískra stjórnmála og stóru flokkanna tveggja, repúblikana og demókrata. Með svokallaðri Rússlands-heift er bókstaflega verið að leika sér að eldi sem vel gæti orðið kveikjan að stríði. Orðatiltækið Rússlands-heift þýðir eitthvað eins og: „Rússland er dregið ofan í svaðið“. [Lesa meira]
Þann 17. janúar 2022 fjallaði Ron Paul, hinn þekkti bandaríski stjórnmálamaður, læknir og rithöfundur, um áhættuhegðun bandarískra stjórnmála og stóru flokkanna tveggja, repúblikana og demókrata. Með svokallaðri Rússlands-heift er bókstaflega verið að leika sér að eldi sem vel gæti orðið kveikjan að stríði. Orðatiltækið Rússlands-heift þýðir eitthvað eins og: „Rússland er dregið ofan í svaðið“. Í meginatriðum snýr gagnrýni Rons Paul að bandarískum stjórnmálum sem deila hart á hegðun Rússa og áhyggjum þeirra af Úkraínu. Umfram allt vegna þess að hendur þeirra sjálfra eru skítugar hvað hernám í öðrum löndum varðar. Nýlega fullvissaði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Úkraínumenn ítrekað um „óbilandi stuðning“. Heyrið sjálf hvernig þessi Bandaríkjamaðurinn gagnrýnir stjórnmál síns eigin lands.
Í Washington keppast báðir flokkar [demókratar og repúblikanar] ákaft við það að draga Rússland ofan í svaðið. Og báðum flokkunum finnst það vera töff og „pro-amerískt“. En á meðan stjórnmálamenn beggja flokka keppast í að toppa hvorn annan (að því virðist) "án áhættu" í hótunum sínum gagnvart Rússlandi, þá hætta þeir í auknum mæli á hrikalegt kjarnorkustríð.
Þetta lítur allt út fyrir að vera gaman og grín uns fyrstu flugskeytin fljúga. Og að taka áhættuna í þessu tilfelli á algjöra eyðileggingu vegna spurningarinnar um hver eigi að stjórna austurhluta Úkraínu! Hefur nokkurn tíma verið hætt svona miklu fyrir svo lítið?
Vandamálið við alla þessa hörðu orðræðu er að stjórnmálamennirnir eru farnir að trúa sínum eigin málaflutningi og áróðri. Því mistekst þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir byggðar á hlutlægum staðreyndum og taka þess í stað skyndiákvarðanir byggðar á röngum upplýsingum.
Til dæmis, þegar bandarískir stjórnmálamenn tala um að Rússar hafi safnað hermönnum við landamæri Úkraínu, hunsa þeir þá staðreynd að mennirnir eru í raun innan Rússlands.
Með bandarískar hersveitir í um 150 löndum erlendis mætti halda að Washington gæti staldrað við áður en þeir gagnrýna „árásargirni“ hersveita innan landamæra eigin lands.
Þeir sleppa einnig ástæðum þess að Rússar gætu haft áhyggjur af nágranna sínum Úkraínu. CNN greindi nýlega frá því að Biden-stjórnin hafi samþykkt í síðasta mánuði aðrar 200 milljónir dollara í hernaðaraðstoð til Úkraínu og hafi þénaði næstum hálfan milljarð dollara af vopnasölu á síðasta ári. Ímyndið ykkur ef Kína væri að senda vopn fyrir hálfan milljarð dollara til Mexíkó til að styrkja þá og hvetja til ofur-árásargjarnra andstæðinga Bandaríkjanna. Myndu Bandaríkin þá ekki „fjölda hermönnum nálægt landamærum Mexíkó“?
Upphafspunktur allra þessara núverandi vandamála var líka stuðningur Bandaríkjanna þegar lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Úkraínu var steypt árið 2014. Og í þessari viku greindi Yahoo News frá því að CIA væri að þjálfa úkraínska hermenn á bandarískri grundu!
Endi var bundinn á nýlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands áður en þær hófust þar sem Bandaríkjamenn neituðu einu sinni að íhuga að binda enda á gagnslausa og ögrandi útþenslu NATO til austurs. NATO er eftirhreytur kalda stríðsins sem hefði átt að leysa upp samhliða Varsjárbandalaginu. Það þjónar engum tilgangi og stöðugt vopnaglamur setur okkur í hættu á átökum sem hafa ekkert með þjóðaröryggi Bandaríkjanna að gera.
Það var vandræðalegt að heyra Blinken gera grín að Rússum fyrir að koma bandamanni sínum Kasakstan til hjálpar í uppsiglingu þarlendrar litabyltingar (líklega með stuðningi Bandaríkjanna). „Ég held að lærdóminn sem draga megi af nýliðinni sögu sé að þegar Rússar eru komnir í húsið þitt, sé stundum mjög erfitt að fá þá til að fara,“ sagði Blinken við fréttamenn. Hann sagði þetta alveg blákalt jafnvel á meðan Bandaríkin halda áfram stórum hluta Sýrlands ólöglega hernumdu, halda áfram hluta Íraks hernumdu gegn vilja þings landsins og héldu góðum hluta Afganistans hernumdu í 20 ár!
Og í framhjáhlaupi, um leið og tilraunin til stjórnarskipta var stöðvuð í Kasakstan tóku rússneskir hermenn og bandamenn að yfirgefa landið. En auðvitað fjalla viðbragðsmiðaðir stríðsfylgjandi US-fjölmiðlar ekki um neitt utan frásagnar US-sjónarhólsins.
Hvað á að gera við Rússland? Hætta að styðja stjórnarbreytingar við landamæri Rússlands, þar á meðal Hvíta-Rússland, Kasakstan og víðar. Hætta að blanda okkur í erlendar kosningar. Sjáið hvernig við höfum eytt fjórum árum í rangar fullyrðingar um að Rússar hafi blandað sér í okkar stjórnmál. Bindum endi á vopnasendingar og alla aðstoð til Úkraínu. Hættum efnahagsþvingunum. Ímyndum okkur að nýju varnarfjárlög Bandaríkjanna sem fjárheimild raunverulega til að varnar Bandaríkjunum. Þetta er í raun ekki svo flókið: hættum að reyna að stjórna heiminum.
24.01.2022 | www.kla.tv/21404
Þann 17. janúar 2022 fjallaði Ron Paul, hinn þekkti bandaríski stjórnmálamaður, læknir og rithöfundur, um áhættuhegðun bandarískra stjórnmála og stóru flokkanna tveggja, repúblikana og demókrata. Með svokallaðri Rússlands-heift er bókstaflega verið að leika sér að eldi sem vel gæti orðið kveikjan að stríði. Orðatiltækið Rússlands-heift þýðir eitthvað eins og: „Rússland er dregið ofan í svaðið“. Í meginatriðum snýr gagnrýni Rons Paul að bandarískum stjórnmálum sem deila hart á hegðun Rússa og áhyggjum þeirra af Úkraínu. Umfram allt vegna þess að hendur þeirra sjálfra eru skítugar hvað hernám í öðrum löndum varðar. Nýlega fullvissaði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Úkraínumenn ítrekað um „óbilandi stuðning“. Heyrið sjálf hvernig þessi Bandaríkjamaðurinn gagnrýnir stjórnmál síns eigin lands. Í Washington keppast báðir flokkar [demókratar og repúblikanar] ákaft við það að draga Rússland ofan í svaðið. Og báðum flokkunum finnst það vera töff og „pro-amerískt“. En á meðan stjórnmálamenn beggja flokka keppast í að toppa hvorn annan (að því virðist) "án áhættu" í hótunum sínum gagnvart Rússlandi, þá hætta þeir í auknum mæli á hrikalegt kjarnorkustríð. Þetta lítur allt út fyrir að vera gaman og grín uns fyrstu flugskeytin fljúga. Og að taka áhættuna í þessu tilfelli á algjöra eyðileggingu vegna spurningarinnar um hver eigi að stjórna austurhluta Úkraínu! Hefur nokkurn tíma verið hætt svona miklu fyrir svo lítið? Vandamálið við alla þessa hörðu orðræðu er að stjórnmálamennirnir eru farnir að trúa sínum eigin málaflutningi og áróðri. Því mistekst þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir byggðar á hlutlægum staðreyndum og taka þess í stað skyndiákvarðanir byggðar á röngum upplýsingum. Til dæmis, þegar bandarískir stjórnmálamenn tala um að Rússar hafi safnað hermönnum við landamæri Úkraínu, hunsa þeir þá staðreynd að mennirnir eru í raun innan Rússlands. Með bandarískar hersveitir í um 150 löndum erlendis mætti halda að Washington gæti staldrað við áður en þeir gagnrýna „árásargirni“ hersveita innan landamæra eigin lands. Þeir sleppa einnig ástæðum þess að Rússar gætu haft áhyggjur af nágranna sínum Úkraínu. CNN greindi nýlega frá því að Biden-stjórnin hafi samþykkt í síðasta mánuði aðrar 200 milljónir dollara í hernaðaraðstoð til Úkraínu og hafi þénaði næstum hálfan milljarð dollara af vopnasölu á síðasta ári. Ímyndið ykkur ef Kína væri að senda vopn fyrir hálfan milljarð dollara til Mexíkó til að styrkja þá og hvetja til ofur-árásargjarnra andstæðinga Bandaríkjanna. Myndu Bandaríkin þá ekki „fjölda hermönnum nálægt landamærum Mexíkó“? Upphafspunktur allra þessara núverandi vandamála var líka stuðningur Bandaríkjanna þegar lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Úkraínu var steypt árið 2014. Og í þessari viku greindi Yahoo News frá því að CIA væri að þjálfa úkraínska hermenn á bandarískri grundu! Endi var bundinn á nýlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands áður en þær hófust þar sem Bandaríkjamenn neituðu einu sinni að íhuga að binda enda á gagnslausa og ögrandi útþenslu NATO til austurs. NATO er eftirhreytur kalda stríðsins sem hefði átt að leysa upp samhliða Varsjárbandalaginu. Það þjónar engum tilgangi og stöðugt vopnaglamur setur okkur í hættu á átökum sem hafa ekkert með þjóðaröryggi Bandaríkjanna að gera. Það var vandræðalegt að heyra Blinken gera grín að Rússum fyrir að koma bandamanni sínum Kasakstan til hjálpar í uppsiglingu þarlendrar litabyltingar (líklega með stuðningi Bandaríkjanna). „Ég held að lærdóminn sem draga megi af nýliðinni sögu sé að þegar Rússar eru komnir í húsið þitt, sé stundum mjög erfitt að fá þá til að fara,“ sagði Blinken við fréttamenn. Hann sagði þetta alveg blákalt jafnvel á meðan Bandaríkin halda áfram stórum hluta Sýrlands ólöglega hernumdu, halda áfram hluta Íraks hernumdu gegn vilja þings landsins og héldu góðum hluta Afganistans hernumdu í 20 ár! Og í framhjáhlaupi, um leið og tilraunin til stjórnarskipta var stöðvuð í Kasakstan tóku rússneskir hermenn og bandamenn að yfirgefa landið. En auðvitað fjalla viðbragðsmiðaðir stríðsfylgjandi US-fjölmiðlar ekki um neitt utan frásagnar US-sjónarhólsins. Hvað á að gera við Rússland? Hætta að styðja stjórnarbreytingar við landamæri Rússlands, þar á meðal Hvíta-Rússland, Kasakstan og víðar. Hætta að blanda okkur í erlendar kosningar. Sjáið hvernig við höfum eytt fjórum árum í rangar fullyrðingar um að Rússar hafi blandað sér í okkar stjórnmál. Bindum endi á vopnasendingar og alla aðstoð til Úkraínu. Hættum efnahagsþvingunum. Ímyndum okkur að nýju varnarfjárlög Bandaríkjanna sem fjárheimild raunverulega til að varnar Bandaríkjunum. Þetta er í raun ekki svo flókið: hættum að reyna að stjórna heiminum.
eftir ug/avr